Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 02. mars 2021 21:41
Aksentije Milisic
Ítalía: Lífsnauðsynlegur sigur hjá Juventus
Juventus 3 - 0 Spezia
1-0 Alvaro Morata ('62 )
2-0 Federico Chiesa ('71 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('89)

Ítalíumeistararnir í Juventus mættu Spezia á heimavelli í kvöld en liðið þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir svekkjandi jafntefli gegn Hellas Verona í síðustu umferð.

Juventus var hættulegra liðið í kvöld en framan af gekk liðinu illa að brjóta varnarmúr Spezia.

Alvaro Morata kom inn af bekknum á 61. mínútu og það tók hann ekki margar sekúndur að setja mark sitt á leikinn. Hann skoraði á þeirri 62 eftir undirbúning hjá Federico Bernardeschi.

Í fyrstu var flögguð rangstæða á Bernardeschi en VAR skoðaði atvikið í dágóða stund áður en markið var dæmt gott og gilt. Það var síðan Federico Chiesa sem kom Juventus í tveggja marka forystu á 71. mínútu.

Cristiano Ronaldo sá síðan um að setja síðasta naglann í kistu Spezia með marki á 89. mínútu. Gestirnir fengu vítaspyrnu í uppbótartímanum en Andrey Galabinov klúðraði.

Juventus er núna sjö stigum á eftir toppliði Inter þegar fjórtán umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Udinese 14 6 3 5 15 20 -5 21
9 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
10 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
11 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
15 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
16 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
17 Genoa 14 2 5 7 13 21 -8 11
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner