Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 02. apríl 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Schweinsteiger hrósaði Makedónum á Twitter
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger, fyrrum miðjumaður FC Bayern og þýska landsliðsins, horfði á samlanda sína tapa óvænt heimaleik gegn Norður-Makedóníu í undankeppni fyrir HM 2022 í Katar.

Það var voðalega vinsælt að hrauna yfir þýska landsliðið á samfélagsmiðlum eftir leikinn en Schweinsteiger fór aðra leið, hann ákvað að hrósa Makedónum og benti á ýmsa hluti sem fóru framhjá einhverjum áhorfendum.

„Mín virðing fer til Norður-Makedóna. Þeir voru óheppnir að fá víti dæmt gegn sér, óheppnir að fá ekki augljósa vítaspyrnu dæmda og samt vinna þessir strákar gegn fjórföldum heimsmeisturum," skrifaði Schweinsteiger á Twitter.

Liðin eru með Íslandi í áhugaverðum undanriðli þar sem Armenía trónir á toppnum með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner