Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 02. apríl 2023 11:20
Aksentije Milisic
Potter um Lukaku: Ekki okkar leikmaður en samt okkar leikmaður
Mynd: EPA

Graham Potter, stjóri Chelsea, var spurður út í sóknarmanninn Romelu Lukaku en Belginn er á láni hjá Inter Milan á Ítalíu frá Chelsea.


Lukaku hefur ekki á gott tímabil til þessa og framkvæmdastjóri Inter gefið það út að félagið mun ekki kaupa leikmaninn eftir að lánssamningi lýkur.

Lukaku stóð sig frábærlega hjá Inter á árunum 2019-2021 og í kjölfarið keypti Chelsea hann á 100 milljónir evra. Hann og Thomas Tuchel, þáverandi stjóri Chelsea, náðu ekki saman.

Hann er aftur kominn í treyju Inter en hefur ekki heillað. Kappinn hefur verið mikið meiddur og þegar hann hefur náð að spila þá hefur hann verið langt frá sínu besta.

„Þessa stundina, þá er hann ekki okkar leikmaður en samt okkar leikmaður," sagði Potter, stjóri Chelsea.

„Hann er á láni hjá öðru félagi og það er mikilvægt fyrir hann að klára tímabili þar vel. Við þurfum svo að taka ákvörðun í sumar. Ég hef mikið álit á honum en við sem félag þurfum að ræða saman og ákveða hvað verður gert."

Lukaku stóð sig vel í landsleikjaglugganum með Belgum en átti hins vegar afar slæman dag í gær þegar Inter tapaði gegn Fiorentina á heimavelli í Serie A.


Athugasemdir
banner
banner