Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Gregg: Getum ekki séð eftir því
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
Jökull: Erfitt að orða þetta öðruvísi
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Breki Baxter: Sambandið við þjálfarann versnaði og svo hófst stríð
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
banner
   þri 02. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef það verður gott sumar hjá Stjörnunni getur verið erfitt að fara aftur til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason gekk til liðs við Stjörnuna á láni frá sænska liðinu Mjallby í síðasta mánuði. Fótbolti.net spjallaði við hann um félagaskiptin.


„Ég byrja í janúar með Mjallby og spila einhverja leiki. Svo vilja þeir senda mig á lán. Ég var heppinn að Stjarnan vildi fá mig, þegar Stjarnan heyrði í mér þá var það alltaf spennandi. Taka þátt í verkefninu þeirra, það er spennandi sumar framundan, þeir líta vel út og Evrópukeppni líka, allt hjá Stjörnunni er mjög spennandi," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann sá fram á að falla niður goggunarröðina hjá Mjallby en stefnir á að sanna sig hjá Stjörnunni og komast aftur út.

„Það er markmiðið en ef það verður gott sumar þá getur verið erfitt að fara aftur til baka en að sjálfsögðu er það markmiðið að komast aftur út og spila aftur þar en fyrst að standa mig með Stjörnunni," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann er spenntur fyrir því að berjast um stöðu við Jóhann Árna Gunnarsson á miðjunni í liði Stjörnunnar í sumar.

„Hann er búinn að vera góður á undirbúningstímabilinu þannig þetta verður góð samkeppni, það er heilbrigt að hafa góða samkeppni þannig mér líst vel á það," sagði Guðmundur Baldvin.

Guðmundur er uppalinn Stjörnumaður og gekk til liðs við Mjallby frá Garðabæjarfélaginu síðasta sumar. Það var erfitt að kveðja Garðabæinn.

„Sérstaklega eftir að þeir fóru á helvítis skrið eftir að ég fór. Ég sé ekkert eftir því en það var geggjað að horfa á þá brillera undir lokin," sagði Guðmundur Baldvin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner