Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   þri 02. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef það verður gott sumar hjá Stjörnunni getur verið erfitt að fara aftur til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason gekk til liðs við Stjörnuna á láni frá sænska liðinu Mjallby í síðasta mánuði. Fótbolti.net spjallaði við hann um félagaskiptin.


„Ég byrja í janúar með Mjallby og spila einhverja leiki. Svo vilja þeir senda mig á lán. Ég var heppinn að Stjarnan vildi fá mig, þegar Stjarnan heyrði í mér þá var það alltaf spennandi. Taka þátt í verkefninu þeirra, það er spennandi sumar framundan, þeir líta vel út og Evrópukeppni líka, allt hjá Stjörnunni er mjög spennandi," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann sá fram á að falla niður goggunarröðina hjá Mjallby en stefnir á að sanna sig hjá Stjörnunni og komast aftur út.

„Það er markmiðið en ef það verður gott sumar þá getur verið erfitt að fara aftur til baka en að sjálfsögðu er það markmiðið að komast aftur út og spila aftur þar en fyrst að standa mig með Stjörnunni," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann er spenntur fyrir því að berjast um stöðu við Jóhann Árna Gunnarsson á miðjunni í liði Stjörnunnar í sumar.

„Hann er búinn að vera góður á undirbúningstímabilinu þannig þetta verður góð samkeppni, það er heilbrigt að hafa góða samkeppni þannig mér líst vel á það," sagði Guðmundur Baldvin.

Guðmundur er uppalinn Stjörnumaður og gekk til liðs við Mjallby frá Garðabæjarfélaginu síðasta sumar. Það var erfitt að kveðja Garðabæinn.

„Sérstaklega eftir að þeir fóru á helvítis skrið eftir að ég fór. Ég sé ekkert eftir því en það var geggjað að horfa á þá brillera undir lokin," sagði Guðmundur Baldvin.


Athugasemdir
banner
banner
banner