Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 02. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef það verður gott sumar hjá Stjörnunni getur verið erfitt að fara aftur til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason gekk til liðs við Stjörnuna á láni frá sænska liðinu Mjallby í síðasta mánuði. Fótbolti.net spjallaði við hann um félagaskiptin.


„Ég byrja í janúar með Mjallby og spila einhverja leiki. Svo vilja þeir senda mig á lán. Ég var heppinn að Stjarnan vildi fá mig, þegar Stjarnan heyrði í mér þá var það alltaf spennandi. Taka þátt í verkefninu þeirra, það er spennandi sumar framundan, þeir líta vel út og Evrópukeppni líka, allt hjá Stjörnunni er mjög spennandi," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann sá fram á að falla niður goggunarröðina hjá Mjallby en stefnir á að sanna sig hjá Stjörnunni og komast aftur út.

„Það er markmiðið en ef það verður gott sumar þá getur verið erfitt að fara aftur til baka en að sjálfsögðu er það markmiðið að komast aftur út og spila aftur þar en fyrst að standa mig með Stjörnunni," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann er spenntur fyrir því að berjast um stöðu við Jóhann Árna Gunnarsson á miðjunni í liði Stjörnunnar í sumar.

„Hann er búinn að vera góður á undirbúningstímabilinu þannig þetta verður góð samkeppni, það er heilbrigt að hafa góða samkeppni þannig mér líst vel á það," sagði Guðmundur Baldvin.

Guðmundur er uppalinn Stjörnumaður og gekk til liðs við Mjallby frá Garðabæjarfélaginu síðasta sumar. Það var erfitt að kveðja Garðabæinn.

„Sérstaklega eftir að þeir fóru á helvítis skrið eftir að ég fór. Ég sé ekkert eftir því en það var geggjað að horfa á þá brillera undir lokin," sagði Guðmundur Baldvin.


Athugasemdir
banner
banner
banner