Lisandro Martínez og Victor Lindelöf miðverðir Manchester United verða frá í að minnsta kosti mánuð vegna meiðsla.
Lindelöf er meiddur aftan í læri en hann var tekinn af velli í leik liðsins gegn Brentford um helgina. Martínez kom inn á í hans stað og lék sinn fyrsta leik síðan í febrúar. Þeir verða því ekki með þegar Man Utd mætir Liverpool um helgina.
Hann er nú kominn aftur á meiðslalistann eftir að hafa meiðst á kálfa á æfingu liðsins.
Martínez hefur verið ansi óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð en hann hefur aðeins komið við sögu í níu leikjum í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir