Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   þri 02. apríl 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spáði Man City titlinum en telur nú að Liverpool vinni hann
Chris Sutton, sparkspekingur BBC, telur að það verði Liverpool sem muni standa uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni.

„Í upphafi tímabils spáði ég Manchester City sigri, en núna held ég að það gerist ekki," segir Sutton.

„Liverpool er þremur stigum á undan þeim svo þeir mega ekki gera nein mistök. Manchester City getur ekki misstigið sig. Ég velti því fyrir mér hvort stuðningsmenn Arsenal séu ánægðir með jafnteflið gegn City eða hugsi 'Hefðum við getað verið hugrakkari? Verður þetta leikurinn sem kostaði okkur titilinn og kom Liverpool á toppinn?'."

„Þú horfir á leikina sem Liverpool á eftir og þeir geta unnið þá alla. Þeir eru búnir að koma því í vana hjá sér að finna alltaf leið til að vinna."

LEIKIRNIR sem liðin eiga eftir:

Liverpool: Sheffield United (H), Manchester United (Ú), Crystal Palace (H), Fulham (Ú), Everton (Ú), West Ham (Ú), Tottenham (H), Aston Villa (Ú), Wolves (H).

Manchester City: Aston Villa (H), Crystal Palace (Ú), Luton (H), Brighton (Ú), Nottingham Forest (Ú), Wolves (H), Fulham (Ú), West Ham (H) - Tottenham (Ú).

Arsenal: Luton (H), Brighton (Ú), Aston Villa (H), Wolves (Ú), Chelsea (H), Tottenham (Ú), Bournemouth (H), Manchester United (Ú), Everton (H).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 33 24 7 2 75 31 +44 79
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 33 13 10 10 52 40 +12 49
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
15 Man Utd 33 10 8 15 38 46 -8 38
16 Tottenham 33 11 4 18 61 51 +10 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner