Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 02. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum er spáð þriðja sæti í Bestu deildinni en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þjálfari Vals og spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar.

Stóra spurningin, getur Valur barist um Íslandsmeistaratitilinn við Víking og Breiðablik?

„Já við ætlum að reyna það, það er alltaf markmiðið hjá Val. Maður skilur alveg umræðuna. Undanfarin ár höfum við verið nokkuð mörgum stigum frá toppsætinu en markmiðið er klárlega alltaf að keppa um titilinn" segir Túfa.

Valur vann Lengjubikarinn, hvað var Túfa ánægðastur með hjá liðinu á undirbúningstímabilinu?

„Byrjunin á undirbúningstímabilinu var erfið og margir á meiðslalistanum. En við vorum í hverri viku að taka skref fram á við og vinnum svo Lengjubikarinn. Það segir okkur að við séum á réttri leið."

Íslensk lið eru farin að ná betri árangri í Evrópukeppnum og Túfa segir að deildin sé búin að styrkjast mikið á undanförnum árum

„Það er gríðarlega mikill munur á deildinni undanfarin ár ef miðað er við fyrir áratug eða svo. Ég var um tíma í Svíþjóð en fylgdist með, að mæta núna þá er þetta farið að líta út eins og atvinnumannadeild. Deildin í ár verður sterkari í fyrra og liðin eru að bæta í."

Hvernig lýst þér á að mæta Vestra í fyrsta leik?

„Það sem Vestri gerði í fyrra; leikmennirnir, Davíð og Sammi, er bara stórt afrek. Það bara sýnir að þeir séu alltaf að gera rétta hluti. Ég þekki til margra leikmanna sem þeir hafa fengið núna og eru búnir að vera úti í Svíþjóð. Þetta eru leikmenn á efri hillu en undanfarin ár."

Túfa segir að staðan á hópnum hafi verið á uppleið rétt eins og frammistaðan og vonast til þess að hafa alla leikmenn á æfingu daginn fyrir fyrsta leik.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner