Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
   mið 02. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum er spáð þriðja sæti í Bestu deildinni en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þjálfari Vals og spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar.

Stóra spurningin, getur Valur barist um Íslandsmeistaratitilinn við Víking og Breiðablik?

„Já við ætlum að reyna það, það er alltaf markmiðið hjá Val. Maður skilur alveg umræðuna. Undanfarin ár höfum við verið nokkuð mörgum stigum frá toppsætinu en markmiðið er klárlega alltaf að keppa um titilinn" segir Túfa.

Valur vann Lengjubikarinn, hvað var Túfa ánægðastur með hjá liðinu á undirbúningstímabilinu?

„Byrjunin á undirbúningstímabilinu var erfið og margir á meiðslalistanum. En við vorum í hverri viku að taka skref fram á við og vinnum svo Lengjubikarinn. Það segir okkur að við séum á réttri leið."

Íslensk lið eru farin að ná betri árangri í Evrópukeppnum og Túfa segir að deildin sé búin að styrkjast mikið á undanförnum árum

„Það er gríðarlega mikill munur á deildinni undanfarin ár ef miðað er við fyrir áratug eða svo. Ég var um tíma í Svíþjóð en fylgdist með, að mæta núna þá er þetta farið að líta út eins og atvinnumannadeild. Deildin í ár verður sterkari í fyrra og liðin eru að bæta í."

Hvernig lýst þér á að mæta Vestra í fyrsta leik?

„Það sem Vestri gerði í fyrra; leikmennirnir, Davíð og Sammi, er bara stórt afrek. Það bara sýnir að þeir séu alltaf að gera rétta hluti. Ég þekki til margra leikmanna sem þeir hafa fengið núna og eru búnir að vera úti í Svíþjóð. Þetta eru leikmenn á efri hillu en undanfarin ár."

Túfa segir að staðan á hópnum hafi verið á uppleið rétt eins og frammistaðan og vonast til þess að hafa alla leikmenn á æfingu daginn fyrir fyrsta leik.

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner