Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   sun 02. maí 2021 14:55
Victor Pálsson
England: Sannfærandi sigur Arsenal
Newcastle 0 - 2 Arsenal
0-1 Mohamed Elneny ('6 )
0-2 Pierre Emerick Aubameyang ('66 )
Rautt spjald: Fabian Schar ('90, Newcastle)

Arsenal vann afskaplega þægilegan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle á St. James' Park.

Arsenal stefnir enn að því að komast í Evrópusæti og er nú fjórum stigum frá því eftir sannfærandi sigur á útivelli.

Fyrsta mark leiksins kom úr óvæntri átt en Mohamed Elneny skoraði þá eftir sex mínútur fyrir gestina.

Staðan var 1-0 þar til á 66. mínútu er Pierre-Emerick Aubameyang tvöfaldaði forystu Arsenal.

Newcastle skapaði virkilega takmarkað af færum í þessum leik og eru úrslitin því sanngjörn að lokum.

Undir lok leiksins fékk varnarmaðurinn Fabian Schar að líta beint rautt spjald og kláruðu heimamenn leikinn með tíu menn.

Newcastle er í 17. sæti deildarinnar en þó níu stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner