Ég er bara svekktur. Mér fannst við vera sterkari aðilinn í dag svona heilt yfir. Það kom kafli í fyrri hálfleiknum eftir að við skoruðum og þar sem Skaginn var yfirsterkari. En í seinni hálfleik vorum við sterkari og áttum að klára leikinn.
Sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1 - 1 jafntefli við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 ÍA
Við skoruðum mark sem mér fannst vera mjög tæpt að vera rangstæða og fáum allavega einn rangstöðudóm sem var kolrangur þannig að við vorum að koma okkur inn í teig og koma okkur í stöður en það er rétt að við náðum ekki að skapa alvöru dauðafæri.
Það er bara ágætis markmið að vera taplausir í Maí þannig að ég er tilbúinn til að kvitta undir það. Þetta er allavega fyrsti leikurinn sem við töpum ekki og vonandi verða þeir bara fleiri. En við viljium vinna þá en ekki bara gera jafntefli.
Nánar er rætt við Jón í sjónvarpinu hér að ofan.