Víkingur gekk í gær frá kaupum á dansk-írakska vængmanninum Ali Al-Mosawe sem kemur til Víkings frá danska B-deildar félaginu Hilleröd.
Al-Mosawe er 23 ára, er með danskan og írakskan ríkisborgararétt og á að baki sjö leiki fyrir U23 landslið Írak. Hann spilaði með unglingaliðum LASK Linz, Nordsjælland og FCK.
Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, um nýja leikmanninn.
Al-Mosawe er 23 ára, er með danskan og írakskan ríkisborgararétt og á að baki sjö leiki fyrir U23 landslið Írak. Hann spilaði með unglingaliðum LASK Linz, Nordsjælland og FCK.
Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, um nýja leikmanninn.
„Þetta er einn af þeim leikmönnum sem komu inn á borð til okkar, við vorum búnir að skoða helling af leikmönnum. Við þekktum til margra sem höfðu þjálfað hann, æft með honum og spilað með honum. Svo vorum við búnir að horfa á einhverja leiki og gera eins gott 'scout' og hugsast getur í þeirri stöðu sem íslensk lið eru. Við teljum hann vera rétta prófílinn inn í þetta hjá okkur," segir Kári.
„Auðvitað er þetta rosa erfitt, ég er búinn að reyna kortleggja af hverju það eru ákveðnir útlendingar sem slá í gegn þegar þeir koma hingað. Þetta er oftast ekkert fáránlega hrífandi bakgrunnur sem þeir leikmenn koma frá, þetta er bara eitthvað í höfðinu á þeim; eru sáttir við að vera komnir hingað og eru hungraðir í að sanna sig."
„Þessi strákur er alveg 100% nógu góður og hann virkar mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Vonandi sýnir hann okkur það."
Al-Mosawe er örvfættur kantmaður. Eruð þið Víkingar að horfa í einhverjar hraðatölur eða svoleiðis þegar þið fáið hann inn?
„Hann er með eiginleika sem við þurfum aðeins meira af, getur farið einn á einn á menn og tekið menn á. Við sjáum Valdimar gera það, Jónatan Ingi og Óli Valur eru önnur dæmi um leikmenn sem gera það. Þetta eru góðir sem eru góðir í að taka menn á og það er eitthvað sem við viljum fá meira af. Við erum alveg með leikmenn sem geta þetta, en okkar leikmenn eru í mörgum tilvikum beinskeyttari. Það er fínt að hafa fleiri möguleika, meiri blöndu, þetta gefur okkur meiri dýnamík þegar við þurfum á því að halda."
Al-Mosawe hefur alls ekki spilað mikið í vetur. Er það eitthvað sem Kári hefur áhyggjur af?
„Nei nei, það eru ýmsar ástæður fyrir því, aðallega að liðið var að spila leikkerfi sem hentaði honum ekkert æðislega vel skilst mér. Við vitum allir hvernig fótboltinn er, það geta verið 100 mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn eru ekki að spila."
Það heyrðist slúðrað að Birnir Snær Ingason hefði verið opinn fyrir því að koma heim. Var það nálægt því að gerast?
„Ég ætla ekki að kommenta mikið á það, en auðvitað ef Birnir hefði verið klár, þá hefðum við verið klárir í það."
Vill sjá sína menn taka úr handbremsu
Það eru fjórar umferðir búnar í deildinni, Víkingur er með sjö stig og úr leik í bikar. Hvernig metur þú stöðuna á Víkingi í dag?
„Síðustu leikir hafa ekkert verið sannfærandi, það er ekki hægt að fara í felur með það, en þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Við erum með það mikinn gæðahóp að þetta snýst bara aðeins um að stilla saman strengi. Við erum með mikið af nýjum leikmönnum og þeir þurfa að læra inn á okkar leið til að spila. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef langtíma áhyggjur af."
„Við áttum nóg af slæmum leikjum í fyrra líka, en úrslitin fylgdu okkur oftast. Það er bara tímaspursmál hvenær frammistaðan kemur. Ég held að þessi ÍBV leikur úti hafi dregið svolítið úr sjálfstrausti, við byrjuðum mótið vel en svo hafa komið nokkrir leikir. Mér finnst við pínu þurfa að taka úr handbremsu, finnst við vera spila eins og við séum hræddir við að tapa. Við þurfum að taka okkur úr handbremsu og spila svolítið frjálslega, við erum með það gott lið," segir Kári.
Athugasemdir