Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK var skiljanlega svekktur með að fá á sig jöfnunarmark á síðustu mínútu leiksins þegar HK og Selfoss skildu jöfn í dag.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Selfoss
,,Það voru vonbrigði að vera svona nálægt því að vinna leikinn og fá síðan á okkur þetta mark í restina. Það segir sig sjálft, við vorum komnir með aðra hendina á stigin þrjú."
,,Hann dæmir brot á manninn og gefur honum annað gula spjaldið. Það voru ekki mörg spjöld í leiknum og mér fannst þetta heldur harður dómur."
,,Þetta var ekki okkar besti leikur á þessu tímabili, við vorum hálf værukærir og komumst aldrei í gang,"sagði Þorvaldur í samtali við fótbolta.net eftir leikinn.
Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir