Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 04. ágúst 2025 20:33
Alexander Tonini
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Kvenaboltinn
Birta Georgsdóttir fagnar með Öglu Maríu í dag.
Birta Georgsdóttir fagnar með Öglu Maríu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Mjög góð, bara virkileg góð að halda áfram okkar striki. Við töluðum um það að fyrir leik að við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig og við gerðum það. Ég er mjög sátt með liðið mitt í dag", sagði Birta Georgsdóttir eftir leik þegar Breiðablikskonur staðfestu yfirburði sína í Bestu deild kvenna með því að sigra Val 3-0 á Hlíðarenda.

Valskonur hófu leikinn af miklum kraft en fengu svo klaufarlegt mark í andlitið strax á 6. mínútu leiks. Langur bolti fá Öglu María og Valsvörnin sofandi á verðinum. Í kjölfarið missir Tinna Brá markvörður Vals boltann á milli fóta sér og eftirleikurinn auðveldur fyrir Birtu sem rennir honum í autt netið og kemur Blikum yfir.

„Mér fannst við byrja leikinn svolítið shaky fyrstu mínútúrnar en um leið og við náðum inn markinu þá fannst mér við detta í ágætis sync. Þær (Valskonur) lágu frekar mikið til baka, þær voru ekki mikið að pressa þannig að við gátum stjórnað leiknum"


Lestu um leikinn: Valur 0 -  3 Breiðablik

Fyrir utan markið sem Birta skoraði í kvöld þá lagði hún líka upp 2-0 markið fyrir Öglu María, en er hún sátt með sinn leik hér í kvöld?

„Bara flottur, ég er náttúrulega með geggjaða leikmenn í kringum mig, þannig að bara fínn leikur. Þetta eru allt gæða leikmenn og við tengjum vel saman. Gaman að vera í Breiðablik"

Var markmiðið í síðari hálfleik bara að landa þessum þremur stigum?

„Nei alls ekki, við töluðum um það að við duttum aðeins niður á þeirra plan, hægara plan í fyrri hálfleik. Við töluðum um að koma út (seinni hálfleik) og spila boltanum hratt á milli okkar. Reyna áfram að sækja á þær, skorum þarna eitt. En bara gott að vinna og öruggur sigur í dag"

Breiðablik er með sex stiga forskot eins og er í deildinni, hvernig horfir Birta á framhaldið?

„Mjög jöfn deild eins og staðan er núna, það er ekkert hægt að slaka á. Hugsa um einn leik í einu og spyrja að leiksklokum"
Athugasemdir
banner