Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mán 04. ágúst 2025 20:33
Alexander Tonini
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Kvenaboltinn
Birta Georgsdóttir fagnar með Öglu Maríu í dag.
Birta Georgsdóttir fagnar með Öglu Maríu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Mjög góð, bara virkileg góð að halda áfram okkar striki. Við töluðum um það að fyrir leik að við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig og við gerðum það. Ég er mjög sátt með liðið mitt í dag", sagði Birta Georgsdóttir eftir leik þegar Breiðablikskonur staðfestu yfirburði sína í Bestu deild kvenna með því að sigra Val 3-0 á Hlíðarenda.

Valskonur hófu leikinn af miklum kraft en fengu svo klaufarlegt mark í andlitið strax á 6. mínútu leiks. Langur bolti fá Öglu María og Valsvörnin sofandi á verðinum. Í kjölfarið missir Tinna Brá markvörður Vals boltann á milli fóta sér og eftirleikurinn auðveldur fyrir Birtu sem rennir honum í autt netið og kemur Blikum yfir.

„Mér fannst við byrja leikinn svolítið shaky fyrstu mínútúrnar en um leið og við náðum inn markinu þá fannst mér við detta í ágætis sync. Þær (Valskonur) lágu frekar mikið til baka, þær voru ekki mikið að pressa þannig að við gátum stjórnað leiknum"


Lestu um leikinn: Valur 0 -  3 Breiðablik

Fyrir utan markið sem Birta skoraði í kvöld þá lagði hún líka upp 2-0 markið fyrir Öglu María, en er hún sátt með sinn leik hér í kvöld?

„Bara flottur, ég er náttúrulega með geggjaða leikmenn í kringum mig, þannig að bara fínn leikur. Þetta eru allt gæða leikmenn og við tengjum vel saman. Gaman að vera í Breiðablik"

Var markmiðið í síðari hálfleik bara að landa þessum þremur stigum?

„Nei alls ekki, við töluðum um það að við duttum aðeins niður á þeirra plan, hægara plan í fyrri hálfleik. Við töluðum um að koma út (seinni hálfleik) og spila boltanum hratt á milli okkar. Reyna áfram að sækja á þær, skorum þarna eitt. En bara gott að vinna og öruggur sigur í dag"

Breiðablik er með sex stiga forskot eins og er í deildinni, hvernig horfir Birta á framhaldið?

„Mjög jöfn deild eins og staðan er núna, það er ekkert hægt að slaka á. Hugsa um einn leik í einu og spyrja að leiksklokum"
Athugasemdir
banner