Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júní 2022 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben rekinn frá Þrótti Vogum (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum hefur rekið Eið Benedikt Eiríksson úr starfi þjálfara. Frá þessu er greint á 433.is.

Þróttur er með eitt stig eftir fjóra leiki í Lengjudeildinni en félagið er í fyrsta sinn í sögunni með lið í næstefstu deild.

Eiður tók við sem þjálfari Þróttar eftir síðasta tímabil þegar Hermann Hreiðarsson ákvað að taka við sem þjálfari ÍBV. Hermann hafði verið þjálfari Þróttar frá því snemma sumars 2020 og undir hans stjórn endaði liðið í efsta sæti 2. deildar sumarið 2021.

Næsti leikur Þróttar er gegn Aftureldingu 16. júní en liðið er í tveggja vikna fríi frá leikjum þar sem liðið er með landsliðsmenn frá Mið-Ameríku í sínum hópi.

Uppfært: Þróttur Vogum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að Eiður sé hættur þjálfun liðsins.

„Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar þakkar Eið fyrir gott samstarf undanfarna mánuði og óskar honum velfarnaðar í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þróttur Vogum hefur nú þegar hafið leit að nýjum þjálfara. Brynjar Gestsson og Andy Pew munu stýra næstu æfingum eða þangað til nýr þjálfari kemur til starfa," segir í tilkynningunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner