Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 02. júní 2022 09:05
Elvar Geir Magnússon
Salah og Mane báðir á förum? - Chelsea í viðræðum við Sevilla
Powerade
Mo Salah.
Mo Salah.
Mynd: EPA
Chelsea er í viðræðum við Sevilla um Kounde.
Chelsea er í viðræðum við Sevilla um Kounde.
Mynd: Getty Images
Joao Palhinha (til hægri).
Joao Palhinha (til hægri).
Mynd: EPA
Tarkowski er eftirsóttur.
Tarkowski er eftirsóttur.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan daginn. Velkomin með okkur í slúðrið. Salah, Mane, Kounde, Ekitike, Pogba, De Jong, Keita, Palhinha og fleiri koma við sögu.

Egypski framherjinn Mohamed Salah (29) vill helst vera áfram í ensku úrvalsdeildinni ef ekki næst samkomulag við Liverpool um nýjan samning. (The Athletic)

Senegalski framherjinn Sadio Mane (30) vill yfirgefa Liverpool í sumar og er Bayern München líklegur áfangastaður. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur hafið viðræður við Sevilla um franska varnarmanninn Jules Kounde (23) sem hjálpaði spænska liðinu að vinn Evrópudeildina 2020. (Sport)

Newcastle United er nálægt því að tryggja sér franska sóknarmanninn Hugo Ekitike (19) frá Reims fyrir meira en 36 milljónir punda. (Mail)

Eftir að hafa staðfest brotthvarf Paul Pogba og Jesse Lingard hefur Manchester United hafið viðræður við Barcelona um hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25). (Fabrizio Romano)

United er að horfa til serbneska miðjumannsins Sergej Milinkovic-Savic (27) hjá Lazio. (GiveMeSport)

Juventus telur sig hafa náð samkomulagi um að fá Pogba (29) aftur frá Manchester United. (90min)

Liverpool hyggst bjóða Naby Keita (27) nýjan samning. Paris St-Germain hefur áhuga á miðjumanninum en Liverpool vonast til að halda Keita framyfir næsta sumar þegar samningur hans rennur út. (The Athletic)

Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha (26) hjá Sporting Lissabon nálgast Wolves. Hann hefur samþykkt að fara til Úlfanna. (Sun)

Manchester City hefur áfram áhuga á enska miðjumanninum Kalvin Phillips (26) en Leeds United vonast til að halda leikmanninum eftir að hafa haldið sæti sínu. (Sun)

Real Madrid vill fá enska miðjumanninn Jude Bellingham (18) en mun ekki koma með tilboð til Borussia Dortmund fyrr en á næsta ári. (Bild)

Bayern München mun reyna að fá belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku (29) sem Inter vill einnig fá. (GiveMeSport)

Lukaku er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að aðstoða við endurkomu til Inter. (Mail)

Manchester United er með hollenska varnarmanninn Jurrien Timber (20) í forgangi en hafa einnig rætt við portúgalska varnarmanninn David Carmo (22). (Manchester Evening News)

James Tarkowski (29), varnarmaður Burnley, er á óskalistum Aston Villa, Everton, West Ham, Newcastle og Fulham. Hann féll með Burnley á liðnu tímabili. (Mirror)

Villarreal er komið vel á veg í viðræðum um kaup á Giovani lo Celso (26) frá Tottenham. Argentínski miðjumaðurinn kom til spænska félagsins á lánssamningi í janúar. (Football Insider)

Mesut Özil (33) hyggst ekki yfirgefa Fenerbahce, þrátt fyrir að hafa átt í vandræðum með að festa sig í sessi í byrjunarliði tyrkneska félagsins. (Mail)

Aston Villa vill þrjá leikmenn til viðbótar eftrir að hafa fengið franska miðjumanninn Boubacar Kamara (22) frá Marseille, brasilíska miðvörðinn Diego Carlos (29) frá Sevilla og keypt Philippe Coutinho (29) frá Barcelona. Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez (35), sem er að yfirgefa Atletico Madrid, er einng af þeim sem kemur til greina. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner