Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 02. júní 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Mynd: Fótbolti.net
Danijel Dejan Djuric var heldur betur í hringiðunni þegar allt varð vitlaust eftir leik Breiðabliks og Víkings í kvöld. Undirritaður sá Danijel í jörðinni eftir leik og spurði hann hvað hefði gerst.

„Ég finn bara að einhver tekur í hálsinn á mér, ég veit ekki hver það var, en það á ekki að gerast - það er ekki fótbolti finnst mér. Það var mikill hiti, en af hverju að taka í hálsinn á mér? Ég var bara að tala."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Já, ég hef aldrei lent í þessu áður að einhver tekur í hálsinn á mér eftir leik. Þetta var eithvað svo lélegt hjá honum (þeim sem gerði þetta)."

„Tíminn var runninn út og hann hafði mjög mikinn tími til að flauta þetta af, en hann vildi það ekki. Við vorum bara með klukku á bekknum, komið í sjö mínútur en bara sex mínútum bætt við. Ég væli aldrei yfir dómurum, ég veit að þeir eru mannlegir. Þetta er bara pirrandi, en áfram gakk."


Danijel var í byrjunarliðinu í leiknum en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Hvernig upplifði hann lokamínúturnar?

„Þetta voru lengstu mínútur sem ég hef upplifað. Þetta er svo svekkjandi. En núna er ég bara að hugsa að þetta gerðist bara og er búið. Ég er ekki að dvelja í þessu og það er enginn að fara breyta neinu," sagði Danijel.

Viðtalið er talsvert lengra og er farið yfir leikinn fram að lokamínútunum, hlutverk Danijels og að spila á móti Breiðabliki á Kópavogvelli.
Athugasemdir
banner