Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 02. júní 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Mynd: Fótbolti.net
Danijel Dejan Djuric var heldur betur í hringiðunni þegar allt varð vitlaust eftir leik Breiðabliks og Víkings í kvöld. Undirritaður sá Danijel í jörðinni eftir leik og spurði hann hvað hefði gerst.

„Ég finn bara að einhver tekur í hálsinn á mér, ég veit ekki hver það var, en það á ekki að gerast - það er ekki fótbolti finnst mér. Það var mikill hiti, en af hverju að taka í hálsinn á mér? Ég var bara að tala."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Já, ég hef aldrei lent í þessu áður að einhver tekur í hálsinn á mér eftir leik. Þetta var eithvað svo lélegt hjá honum (þeim sem gerði þetta)."

„Tíminn var runninn út og hann hafði mjög mikinn tími til að flauta þetta af, en hann vildi það ekki. Við vorum bara með klukku á bekknum, komið í sjö mínútur en bara sex mínútum bætt við. Ég væli aldrei yfir dómurum, ég veit að þeir eru mannlegir. Þetta er bara pirrandi, en áfram gakk."


Danijel var í byrjunarliðinu í leiknum en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Hvernig upplifði hann lokamínúturnar?

„Þetta voru lengstu mínútur sem ég hef upplifað. Þetta er svo svekkjandi. En núna er ég bara að hugsa að þetta gerðist bara og er búið. Ég er ekki að dvelja í þessu og það er enginn að fara breyta neinu," sagði Danijel.

Viðtalið er talsvert lengra og er farið yfir leikinn fram að lokamínútunum, hlutverk Danijels og að spila á móti Breiðabliki á Kópavogvelli.
Athugasemdir
banner