Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 16:06
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Enn einn sigurinn hjá Njarðvík - KFA lagði Víking Ó.
Kenneth Hogg gerði sigurmark Njarðvíkur í dag
Kenneth Hogg gerði sigurmark Njarðvíkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík er áfram taplaust á toppnum í 2. deild karla eftir nauman 2-1 sigur á Hetti/Hugin á Egilsstöðum í dag.

Rafael Victor kom heimamönnum í Hetti/Hugin yfir á 22. mínútu áður en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari háfleiks.

Kenneth Hogg gerði svo sigurmarkið fyrir Njarðvík þegar hálftími var eftir af leiknum. Njarðvík er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig stig, þar af níu sigra og eitt jafntefli. Höttur/Huginn er í 10. sæti með 6 stig.

KFA vann þá Víking Ó. 3-1 á Ólafsvíkurvelli. Mykolas Krasnovskis kom KFA á bragðið á 16. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Imanol Vergara Gonzalez bætti við öðru marki strax á 48. mínútu áður en Hilmar Freyr Bjartþórsson gerði þetta mikilvæga þriðja mark átta mínútum fyrir leikslok. Luis Romero Jorge klóraði í bakkann fyrir Víkinga sem þurftu að sætta sig við 3-1 tap.

KFA er í 6. sæti með 12 stig en Víkingur í 9. sæti með 8 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur Ó. 1 - 3 KFA
0-1 Mykolas Krasnovskis ('16 )
0-2 Imanol Vergara Gonzalez ('48 )
0-3 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('82 )
1-3 Luis Romero Jorge ('90 )

Höttur/Huginn 1 - 2 Njarðvík
1-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('22 )
1-1 Magnús Þórir Matthíasson ('49 , Mark úr víti)
1-2 Kenneth Hogg ('60 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner