Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Branthwaite og Tete halda tryggð við félög sín
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: EPA
Margir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið að framlengja við félög sín en þar á meðal er varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite sem hefur gert nýjan fimm ára samning við Everton.

Chelsea og Tottenham eru meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga í sumar en Everton hefur gefið út að hann sé alls ekki til sölu. Sjálfur segir leikmaðurinn að helsta ástæðan fyrir því að hann framlengdi sé metnaður félagsins og þau áhrif sem stjórinn David Moyes hefur haft.

Hægri bakvörðurinn Kenny Tete hefur gert nýjan samning við Fulham en um tíma virtist hann á leið til Everton. Fyrri samningur Tete var runninn út en hann hefur nú gert samning til 2028.

Vængmaðurinn Antoine Semenyo hefur skrifað undir nýjan samning við Bournemouth til 2030 og velski varnarmaðurinn Neco Williams hefur framlengt við Nottingham Forest til 2029.
Athugasemdir