Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 02. ágúst 2021 20:21
Victor Pálsson
Andrea Rán spilaði sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum
Kvenaboltinn
Mynd: Houston Dash
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði í gær sinn fyrsta leik fyrir lið Houston Dash í bandaríska kvennaboltanum.

Andrea er reynslumikill leikmaður en hún lék tæplega 200 leiki fyrir Breiðablik á ferlinum og skoraði 31 mark.

Andrea spilaði með liði Le Havre í Frakklandi í vetur og byrjaði leiktíðina með Blikum hér heima.

Houston Dash leikur í atvinnumannadeild í Bandaríkjunum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Gotham í gær.

Andrea fékk að spila níu mínútur í jafnteflinu en jöfnunarmark Gotham kom þegar ein mínúta lifði leiks.
Athugasemdir
banner