Jason Daði Svanþórsson var allt í öllu í sóknarleik Blika í kvöld þegar Breiðablik unnu sannfærandi 4-0 sigur á Víkingum en Jason skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
"Mér líður bara mjög vel, Víkingarnir eru með gott lið þannig bara mjög góðir þrír punktar hér á heimavelli" Sagði Jason léttur í lund eftir leik.
"Mér líður bara mjög vel, Víkingarnir eru með gott lið þannig bara mjög góðir þrír punktar hér á heimavelli" Sagði Jason léttur í lund eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
Jason spilaði ekkert í einvíginu gegn Austria Wien nú á dögunum en kemur inn í liðið og skorar tvö og leggur upp eitt.
"Við erum með stóran og mjög góðan hóp þannig það er alveg eðilegt að vera aðeins á bekknum og maður reynir bara að svara fyrir það þegar maður kemur inn á"
Hvað gekk upp hjá Blikum í kvöld?
"Við gerðum það sem var lagt upp með sem Óskar setti upp og það gekk bara virkilefa vel"
Annað Evrópuævintýri framundan gegn Aberdeen, hvernig leggst það í Jason?
"Mjög vel, ótrúlega gaman að fara út með strákunum, þetta er ógeðslega gaman, ekkert flóknara en það" Sagði Jason stuttorður en virkilega glaður.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir