
Þór/KA mætti í heimsókn í Kaplakrika fyrr í kvöld. Leikar enduðu 0-1 fyrir Þór/KA. Eina mark leiksins skoraði Karen María Sigurgeirsdóttir á 58. mínútu. Pétur Heiðar aðstoðarþjálfari Þórs/KA mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 0 - 1 Þór/KA
„Þetta var einmitt sem við þurftum, fá þrjú stig eftir dapurt gengi. Þetta var sem við þurftum til að halda okkur í þessari baráttu sem við viljum vera í, í staðinn fyrir að sogast niður í aðra baráttu sem við höfum engan áhuga á að vera í."
Melissa Lowder átti stórleik í markinu hjá Þór/KA
„Það er alltaf gott að hafa markmann í stuði og hún var í stuði í dag. Hún átti stórbrotnar markvörslur ásamt því að grípa vel inn í og stýra varnarlínunni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir