Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 02. ágúst 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka semur við West Ham - Man Utd vill meira
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
West Ham er að reyna að ganga frá kaupum á hægri bakverðinum Aaron Wan-Bissaka frá Manchester United.

West Ham hefur sýnt Wan-Bissaka áhuga í sumar og er Man Utd opið fyrir því að selja hann fyrir rétt verð. Man Utd hefur þegar ákveðið að kaupa Noussair Mazraoui frá Bayern München í staðinn ef Wan-Bissaka verður seldur.

Florian Plettenberg, fréttamaður hjá Sky Sports, greinir frá því í dag að Wan-Bissaka sé búinn að ná persónulegu samkomulagi við West Ham.

Bakvörðurinn er tilbúinn að skrifa undir samning til 2029.

Á sama tíma er Mazraoui búinn að ná samkomulagi við Man Utd og er það bara undir félögunum komið hvað gerist.

West Ham er búið að gera tilboð upp á 10 milljónir punda í Wan-Bissaka en Man Utd vill fá 18 milljónir punda. Viðræður eru í gangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner