Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 02. september 2018 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir grín að Liverpool fyrir að vera með þjálfara fyrir innköst
Andy Gray, fyrrum sóknarmaður Everton, finnst það skondið að Liverpool hafi ráðið sérstakan þjálfara fyrir innköst.

Daninn Thomas Gronnemark mun vinna með aðallinu í vetur í hlutastarfi. Gronnemark kann ýmislegt fyrir sér í þessum fræðum og á heimsmetið fyrir lengsta innkastið, 51,33 metra.

Gray, sem er fyrrum leikmaður nágranna Liverpool í Everton, finnst það mjög fyndið að Liverpool sé með sérstakan þjálfara fyrir innköst.

„Ég veit hvernig þú getur nýtt þér innköst, hentu boltanum á liðsfélaga. Það er númer eitt, númer tvö væri að ná stjórn á boltanum. Kannski fáum við að sjá Andy Robertson standa á haus og taka innkastið þannig," sagði Gray sem var að vinna fyrir Bein Sports.

„Hérna er smá kennsla. Taktu boltann upp, réttu hann út fyrir aftan hausinn, hentu honum á liðsfélaga og stattu í báðar fæturnar á meðan þú gerir það."

„Ég vil vera fyrsti þjálfarinn sem kennir upphafsspörk," sagði Gray svo.



Athugasemdir
banner