Desember rúllar áfram og jóladagatalið með. Að þessu sinni lítum við til baka til ársins 2014 á viðtal við Sigurjón Jónsson, þáverandi formanns Augnabliks.
Hann var fenginn í viðtal eftir 5-0 tap Augnabliks gegn efstu deildar liði Keflavíkur í Borgunarbikarnum árið 2014. Þrátt fyrir tapið var Sigurjón léttur og var farið um víðan völl í viðtalinu eftir leik.
„Þetta var óþarfa forgjöf sem við gáfum þeim í byrjun, við vorum of linir og bárum fullmikla virðingu fyrir þeim í byrjun en svo var þetta hörkuleikur," sagði Sigurjón en Keflavík var komið þremur mörkum yfir eftir stundarfjórðung.
Hann var fenginn í viðtal eftir 5-0 tap Augnabliks gegn efstu deildar liði Keflavíkur í Borgunarbikarnum árið 2014. Þrátt fyrir tapið var Sigurjón léttur og var farið um víðan völl í viðtalinu eftir leik.
„Þetta var óþarfa forgjöf sem við gáfum þeim í byrjun, við vorum of linir og bárum fullmikla virðingu fyrir þeim í byrjun en svo var þetta hörkuleikur," sagði Sigurjón en Keflavík var komið þremur mörkum yfir eftir stundarfjórðung.
„Strákarnir fengu tækifæri að spreyta sig gegn Pepsi-deildar leikmönnum. Það mættu um 500 manns hér í höllina. Ég hef enn ekki rætt við gjaldkerann en fjárhagurinn er væntanlega góður.“
„Það sást um alla höll að tvö af mörkunum lyktuðu af rangstöðum. Það er ekki alveg hægt að klína þessu á tríóið en ég geri það samt. Dómararnir áttu ekki góðan dag og ég væri alveg til í að sjá fituprósentuna og hlaupatölurnar hjá þeim," sagði Sigurjón léttur.
Sigurjón var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum sem framundan voru í Kópavogi.
„Það er rjúkandi meðbyr með Framsóknarflokknum í Kópavogi. Það er bara X-B í Kópavogi, það er flokkurinn sem byggði þessa höll hérna.“
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
4. desember - Langbest að fá heyrnalausa menn að dæma
5. desember - Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini uppi á KA svæði
6. desember - Hægðir og lægðir
7. desember - Misskildi spurningu frettamanns - „Setti hársprey og svona“
8. desember - Hvernig er að ganga í Feneyjum?
9. desember - Byr undir báða vængi
10. desember - Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
11. desember - Baldur Sig og lága kvöldsólin
12. desember - Vidic er fokking leiðinlegur
Athugasemdir























