Ástralinn Ange Postecoglou var rekinn úr þjálfarasæti Tottenham eftir síðustu leiktíð þrátt fyrir að takast að vinna Evrópudeildina.
Tottenham gekk hörmulega í ensku úrvalsdeildinni og endaði í 17. sæti með 38 stig.
Staðan á fyrri hluta síðasta tímabils var þó betri heldur en hún er núna, en á síðustu leiktíð lenti Tottenham í ótrúlegum meiðslavandræðum þar sem meira en 10 leikmenn voru meiddir á sama tíma stóran hluta tímabils.
Þegar tölfræðin er borin saman sést að liðinu gengur örlítið verr undir stjórn Frank heldur en því gekk undir stjórn Postecoglou á sama tíma í fyrra.
Liðið er að skora talsvert minna og að fá fleiri mörk á sig, en er þó aðeins búið að safna einu stigi minna heldur en í fyrra. Tottenham er með 22 stig eftir 16 umferðir, en liðið var með 23 stig á sama tímapunkti í fyrra.
Gengið snarversnaði þó eftir áramót og vonast Frank til að geta spornað við að það gerist aftur.
Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Liverpool í næstu umferð áður en liðið heimsækir bikarmeistara Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir áramót.
Manager Comparison Frank vs Postecoglou
byu/victoria_enthusiast insoccer
Athugasemdir

