Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Þór og KA með stórsigra
Sjáðu stoðsendingafernu Einars Freys
Einar Freyr átti stórleik gegn Magna.
Einar Freyr átti stórleik gegn Magna.
Mynd: Ármann Hinrik
Ásgeir setti þrennu gegn Dalvík.
Ásgeir setti þrennu gegn Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni skoraði eina mark Völsungs.
Elfar Árni skoraði eina mark Völsungs.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var nóg um að vera í Kjarnafæðismótinu um helgina þar sem Þór og KA unnu sína leiki.

Lengjudeildarmeistarar Þórs rúlluðu yfir Magna með sex mörkum gegn einu eftir vandræðalegt tap gegn KA2 í fyrstu umferð.

Arnar Kristjánsson, Kristófer Kató Friðriksson, Ragnar Óli Ragnarsson, Peter Ingi Helgason, Kristófer Kristjánsson og Kjartan Ingi Friðriksson skiptu mörkum Þórs jafnt á milli sín.

Ólafur Jóhann Steingrímsson gerði eina mark Magna sem var hans fyrsta fyrir félagið. Ólafur hefur leikið fyrir Völsung alla tíð en Guðmundur Óli Steingrímsson, stóri bróðir hans, er aðalþjálfari Magna.

Einar Freyr Halldórsson, sem er fæddur 2008, gaf fjórar stoðsendingar í stórsigrinum.

KA vann þá enn stærri sigur gegn Dalvík/Reyni þar sem Ásgeir Sigurgeirsson setti þrennu og var þriðja markið einstaklega laglegt. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvennu og komust Valdimar Logi Sævarsson, Breki Hólm Baldursson og Xabier Cardenas Anorga einnig á blað. Xabier er leikmaður Völsungs.

Sævar Fylkisson skoraði eina mark Dalvíkinga.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eina mark Völsungs í jafntefli gegn Þór2, sem eru Íslandsmeistarar í 2. flokki í ár. Lárus Sólon Biering gerði jöfnunarmark Þórsara á 86. mínútu, lokatölur 1-1.

Tindastóll vann 4-2 gegn Þór4 og náði KA2 jafntefli við KFA, þar sem lokatölur urðu 3-3 eftir magnaða innkomu Agnars Óla Grétarssonar af bekknum.

Í B-deildinni gerði Þór3 jafntefli við KA4 í síðustu viku þar sem Lárus Sólon komst á blað, en hann skoraði einnig fyrir Þór2 um helgina. Í þessum leik var 15 ára gamall Steinar Dagur Bergvinsson hetja KA þar sem hann skoraði tvennu til að tryggja jafntefli.

Á sama tíma vann KA3 fimm marka sigur á Þór4 þar sem Ívan Logi Jóhannsson skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla í seinni hálfleik. Lokatölur 5-0 eftir leik sem var spennandi allt fram að fernunni hans Ívans.

Þór 6 - 1 Magni

KA 8 - 1 Dalvík/Reynir

Þór2 1 - 1 Völsungur

Þór4 2 - 4 Tindastóll

KA2 3 - 3 KFA

Þór3 2 - 2 KA4

KA3 5 - 0 Þór4




Athugasemdir