Varnarmaðurinn sterki Dan Burn verður frá keppni í einhvern tíma eftir að hafa lent í afar harkalegu samstuði við Nordi Mukiele í nágrannaslag Newcastle gegn Sunderland um helgina.
Hinn 33 ára Burn er grjótharður og reyndi að halda leik áfram, en gat það skiljanlega ekki. Hann fór upp á sjúkrahús í hálfleikshlénu eftir að hafa fundið fyrir öndunarörðugleikum og nú er komið í ljós að hann braut rifbein og gataði lunga í árekstrinum. Líklegt er að hann verði frá keppni þar til í febrúar.
Þessi meiðsli koma sér ekki vel fyrir Newcastle sem er að glíma við mikil meiðslavandræði í varnarlínunni. Kieran Trippier, Sven Botman og Emil Krafth eru einnig á meiðslalistanum.
Það er því líklegt að Fabian Schär og Malick Thiaw verði saman í hjarta varnarinnar þegar Newcastle tekur á móti Tottenham í 8-liða úrslitum deildabikarsins á miðvikudaginn.
14.12.2025 17:30
Burn átti erfitt með andardrátt og var fluttur á sjúkrahús
Athugasemdir



