Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Burn með brotið rifbein og gatað lunga
Dan Burn er með 170 leiki að baki fyrir Newcastle.
Dan Burn er með 170 leiki að baki fyrir Newcastle.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn sterki Dan Burn verður frá keppni í einhvern tíma eftir að hafa lent í afar harkalegu samstuði við Nordi Mukiele í nágrannaslag Newcastle gegn Sunderland um helgina.

Hinn 33 ára Burn er grjótharður og reyndi að halda leik áfram, en gat það skiljanlega ekki. Hann fór upp á sjúkrahús í hálfleikshlénu eftir að hafa fundið fyrir öndunarörðugleikum og nú er komið í ljós að hann braut rifbein og gataði lunga í árekstrinum. Líklegt er að hann verði frá keppni þar til í febrúar.

Þessi meiðsli koma sér ekki vel fyrir Newcastle sem er að glíma við mikil meiðslavandræði í varnarlínunni. Kieran Trippier, Sven Botman og Emil Krafth eru einnig á meiðslalistanum.

Það er því líklegt að Fabian Schär og Malick Thiaw verði saman í hjarta varnarinnar þegar Newcastle tekur á móti Tottenham í 8-liða úrslitum deildabikarsins á miðvikudaginn.

   14.12.2025 17:30
Burn átti erfitt með andardrátt og var fluttur á sjúkrahús

Athugasemdir
banner