Manchester United og Bournemouth eigast við í lokaleik 16. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins.
Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og vekur byrjunarlið Rauðu djöflanna upp stórar spurningar um hvort þjálfarinn Ruben Amorim hafi loksins ákveðið að prófa nýtt leikkerfi.
Mikið var rætt um mögulega breytingu á leikkerfi Man Utd í enskum fjölmiðlum í dag en óljóst er hvort hún hafi átt sér stað. Jamie Carragher hjá Sky Sports ræðir við Ruben Amorim þjálfara Man Utd á næstu mínútum til að spyrja hann út í byrjunarliðið.
Amorim gerir eina breytingu á byrjunarliðinu sem fór létt með botnlið Wolves um síðustu helgi, þar sem Leny Yoro kemur inn í varnarlínuna fyrir Noussair Mazraoui.
Man Utd gæti því mætt til leiks með klassísku þriggja manna varnarlínu Amorim, eða fjögurra manna varnarlínu þar sem Ayden Heaven yrði við hlið Yoro í hjarta varnarinnar.
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth gerir einnig eina breytingu eftir markalaust jafntefli gegn Chelsea í síðustu umferð. Tyler Adams kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir leikbann og tekur sæti Alex Scott á miðjunni.
Man Utd hefur verið orðað við Antoine Semenyo og Tyler Adams í haust.
Fimm stig skilja liðin að á stöðutöflunni. Man Utd getur jafnað Chelsea á stigum í 4. sæti deildarinnar með sigri.
Man Utd: Lammens, Dalot, Heaven, Yoro, Shaw, Casemiro, Fernandes, Mount, Amad, Mbeumo, Cunha
Varamenn: Bayindir, Dorgu, Fredericson, Malacia, Martinez, Mainoo, Ugarte, Sesko, Zirkzee
Bournemouth: Petrovic, Smith, Diakite, Senesi, Truffert, Adams, Kluivert, Tavernier, Jimenez, Semenyo, Evanilson
Varamenn: Dennis, Araujo, Soler, Brooks, Scott, Adli, Kroupi Jr, Hill, Unal
Athugasemdir


