Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   mán 15. desember 2025 22:28
Elvar Geir Magnússon
„Besti leikur deildarinnar til þessa“
Þvílík skemmtun á Old Trafford í kvöld!
Þvílík skemmtun á Old Trafford í kvöld!
Mynd: EPA
Manchester United komst þrisvar sinnum yfir gegn Bournemouth í kvöld en tókst ekki að vinna. 4-4 urðu úrslitin í mögnuðum fótboltaleik.

„Ég held að við höfum verið að horfa á besta leik deildarinnar til þessa á tímabilinu. Svona leikir gera ensku úrvalsdeildina að svona frábærri vöru. Þetta er skemmtilegasta deild heims," sagði Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports.

„Manchester United lék frábærlega stóran hluta leiksins. Bournemouth var varla með í fyrri hálfleik en var frábært í seinni hálfleik. Þvílíkur leikur! Algjör snilld."

Félagi hans Gary Neville tók undir þetta.

„Algjört brjálæði. Það var sótt á báða bóga fram og til baka, sérstaklega í seinni hálfleik. Maður vissi ekki hvernig þetta myndi enda. Manchester United spilaði vel en getur ekki falið sig frá þeirri staðreynd að liðið hefur misst af sjö stigum í síðustu þremur heimaleikjum," segir Neville.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner