Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   mán 15. desember 2025 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Gerir fjögurra ára samning við FH.
Gerir fjögurra ára samning við FH.
Mynd: FH
'Ég þarf að fara á fullt núna að koma mér á þetta 'level' áður en ég kem með einhverjar yfirlýsingar um mörk eða stoðsendingar'
'Ég þarf að fara á fullt núna að koma mér á þetta 'level' áður en ég kem með einhverjar yfirlýsingar um mörk eða stoðsendingar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég sá strax að hann er með skýra sýn hvernig hann ætlar að gera þetta og það er spennandi'
'Ég sá strax að hann er með skýra sýn hvernig hann ætlar að gera þetta og það er spennandi'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Í október byrjaði FH á að heyra í umboðsmanninum og þetta er búið að vera tveggja mánaða ferli. Félögin voru að reyna ná saman um kaupverð, svo varð þetta svolítið fljótt að gerast eftir að ég fæ að hitta þá, klárað á föstudag, æfing sama dag og svo leikur á laugardag," segir Kári Kristjánsson sem var keyptur frá Þrótti Reykjavík til FH í síðustu viku.

Fótbolti.net fjallaði fyrst um áhuga FH á Kára þann 3. október og rúmleg tveimur mánuðum seinna er hann mættur í FH.

„Þetta var erfið ákvörðun, síðan var spurning hvort félögin myndu ná saman, þannig nei, ég var ekki 100% á því í október að þetta myndi gerast, en ég vissi að þetta væri möguleiki."

„Þetta var alveg smá óþægilegt, sérstaklega gagnvart verkefninu í Þrótti að vera kannski ekki alveg 100%; vera alltaf að pæla í þessu, hvort félögin væru að ná saman og svoleiðis. En Venni (Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar) sagði alltaf við mig að ég ætti að halda einbeitingu á verkefninu sem ég væri í og sjá svo hvað myndi gerast."


Hvernig líst Kára á FH?

„Mér líst mjög vel á félagið, alvöru klúbbur eins og allir vita, frábær aðstaða til að bæta sig, teymið er gott og hópurinn geggjaður."

„Ég er ekkert búinn að pæla rosalega mikið í markmiðinu hjá mér og heldur ekki hjá FH. Við ætlum að byrja á því að búa til alvöru leikstíl, 'drilla' þetta í 3-4 mánuði, Jói (Kalli) að koma inn með sínar hugmyndir og mikið til að fara yfir og læra."

„Ég þarf að byrja á því að virða þetta skref, þetta er alvöru skref úr Lengjudeildinni í Bestu, ég þarf að koma mér í alvöru stand og 'matcha' þetta, ég fann það strax í leiknum á laugardaginn að þetta er hærra tempó. Ég þarf að fara á fullt núna að koma mér á þetta 'level' áður en ég kem með einhverjar yfirlýsingar um mörk eða stoðsendingar."

„Samtalið við Jóa Kalla var gott, hann var mjög spenntur fyrir þessu og það heillaði mig. Davíð (Þór Viðarsson) líka, alvöru fótboltagæjar sem eru með mikla reynslu sjálfir af því að spila og Jói af því að þjálfa. Ég sá strax að hann er með skýra sýn hvernig hann ætlar að gera þetta og það er spennandi."


Á miðsvæðinu hjá FH eru þrír leikmenn á aldri við Kára. Þeir Tómas Orri Róbertsson og Baldur Kári Helgason voru í stóru í hlutverki á tímabilinu og Bjarni Guðjón Brynjólfsson bankaði á dyrnar.

„Mér líst hörkuvel á þetta, alvöru gæjar, landsliðsmenn í gegnum árin og þetta verður hörku samkeppni, en verður bara geggjað. Við getum allir hjálpað hver öðrum að bæta okkur. Baldur, Tommi og Bjarni, þetta eru geggjaðir gæjar og ég sé að þeir eru góðir liðsmenn líka. Þetta verður skemmtilegt," segir Kári.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner