Ruben Amorim þjálfari Manchester United svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir spennandi úrvalsdeildarslag gegn Bournemouth.
Hann var meðal annars spurður út í Antoine Semenyo, lykilmann Bournemouth sem hefur meðal annars verið orðaður við félagaskipti til Man Utd.
„Hann er frábær leikmaður," sagði Amorim og var svo spurður hvort United hefði áhuga á að kaupa leikmanninn.
„Nei, það er ekki tilfellið. Það eru margir aðrir frábærir leikmenn í deildinni.
„Bournemouth er með topp þjálfara og frábært lið. Mér líkar mjög vel við þetta lið og þeirra besta leikmann. Hann er frábær leikmaður."
Bournemouth byrjaði deildartímabilið mjög vel en hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur og er aðeins með 20 stig eftir 15 umferðir,.
Rauðu djöflarnir eru fimm stigum fyrir ofan og geta komist upp í 5. sæti úrvalsdeildarinnar með sigri í kvöld.
Athugasemdir



