Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21: Hákon Arnar sá um Hvíta-Rússland
Icelandair
Hákon Arnar Haraldsson, 18 ára gamall.
Hákon Arnar Haraldsson, 18 ára gamall.
Mynd: Hulda Margrét
Hvíta Rússland U21 1 - 2 Ísland U21
0-1 Hákon Arnar Haraldsson ('20 )
0-2 Hákon Arnar Haraldsson ('54 )
1-2 Aleksandr Shestyuk ('70 )
Lestu um leikinn

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson átti stórkostlega innkomu þegar íslenska U21 landsliðið vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2023 í dag.

Íslenska liðið var í heimsókn í Hvíta-Rússlandi, en eftir fimm mínútna leik þurfti fyrirliðinn Brynjólfur Willumsson að fara meiddur af velli. Inn á í hans stað kom Hákon Arnar.

Á 20. mínútu skoraði Hákon glæsilegt mark. „Hákon Arnar, átján ára leikmaður FCK, skorar glæsilegt mark! Tekur þéttingsfast skot rétt utan teigs sem fer í hornið. Fékk sendingu frá Kolbeini," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Forystan var verðskulduð þegar flautað var til hálfleiks, 1-0 fyrir Íslandi.

Eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik bætti Hákon Arnar við öðru marki sínu, eftir flotta fyrirgjöf frá Atla Barkarsyni.

Heimamenn minnkuðu muninn á 70. mínútu eftir slæm mistök hjá Elíasi Rafni Ólafssyni í marki Íslands. Sem betur fer kostaði það engin stig því Ísland landaði 2-1 sigri.

Flott byrjun hjá íslenska liðinu en næsti leikur liðsins er við Grikkland á heimavelli í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner