Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   fös 02. september 2022 20:27
Sverrir Örn Einarsson
Dagný: Er farin að spila svo aftarlega hjá Steina
Icelandair
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta snerist aðallega um hugarfarið okkar þar sem við vissum að við yrðum betri á öllum sviðum. Við þurftum samt að framkvæma hlutina vel og þetta var bara virkilega fagmannlega gert hjá okkur og skorum sex góð mörk og höldum hreinu,“ Sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðvallarleikmaður Íslands, um leikinn eftir 6-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og var komið í 2-0 eftir aðeins korters leik og leikurinn í raun búinn.

„Búinn og ekki búinn. 2-0 er alltaf hættulegt og um leið og ef að þær hefðu náð að skora eitt mark þá hefði það kannski gefið þeim von. Við vissum að það væri mikilvægt að ná marki inn snemma alveg eins og við gerðum úti á móti þeim. Viss léttir að skora snemma því þá vissum við að við þyrftum bara að halda hreinu. Svo fannst mér við nýta færin vel, hefðum getað skorað fleiri en sex mörk er bara flott.“

Dagný sjálf reimaði á sig markaskó í leiknum en hún gerði tvö af mörkum Íslands í dag og fór þar með í 37 landsliðsmörk og er næst markahæst ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Um það afrek sitt og mörkin í dag sagði Dagný.

„Það er alveg gaman en ég viðurkenni að ég er ekkert í þessu endilega til að vera hugsa um eitthvað marka eitthvað. Ef ég skora eða einhver önnur, það er bara flott að við tökum sigur en ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina að ég fæ ekkert mörg færi þannig að það er vissara að nýta þau þegar maður fær að fara inn í teig.“

Sagði Dagný en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir frekar um leikinn og komandi verkefni gegn Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner