Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fös 02. september 2022 20:27
Sverrir Örn Einarsson
Dagný: Er farin að spila svo aftarlega hjá Steina
Icelandair
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta snerist aðallega um hugarfarið okkar þar sem við vissum að við yrðum betri á öllum sviðum. Við þurftum samt að framkvæma hlutina vel og þetta var bara virkilega fagmannlega gert hjá okkur og skorum sex góð mörk og höldum hreinu,“ Sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðvallarleikmaður Íslands, um leikinn eftir 6-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og var komið í 2-0 eftir aðeins korters leik og leikurinn í raun búinn.

„Búinn og ekki búinn. 2-0 er alltaf hættulegt og um leið og ef að þær hefðu náð að skora eitt mark þá hefði það kannski gefið þeim von. Við vissum að það væri mikilvægt að ná marki inn snemma alveg eins og við gerðum úti á móti þeim. Viss léttir að skora snemma því þá vissum við að við þyrftum bara að halda hreinu. Svo fannst mér við nýta færin vel, hefðum getað skorað fleiri en sex mörk er bara flott.“

Dagný sjálf reimaði á sig markaskó í leiknum en hún gerði tvö af mörkum Íslands í dag og fór þar með í 37 landsliðsmörk og er næst markahæst ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Um það afrek sitt og mörkin í dag sagði Dagný.

„Það er alveg gaman en ég viðurkenni að ég er ekkert í þessu endilega til að vera hugsa um eitthvað marka eitthvað. Ef ég skora eða einhver önnur, það er bara flott að við tökum sigur en ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina að ég fæ ekkert mörg færi þannig að það er vissara að nýta þau þegar maður fær að fara inn í teig.“

Sagði Dagný en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir frekar um leikinn og komandi verkefni gegn Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner