Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 02. september 2022 20:27
Sverrir Örn Einarsson
Dagný: Er farin að spila svo aftarlega hjá Steina
Icelandair
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta snerist aðallega um hugarfarið okkar þar sem við vissum að við yrðum betri á öllum sviðum. Við þurftum samt að framkvæma hlutina vel og þetta var bara virkilega fagmannlega gert hjá okkur og skorum sex góð mörk og höldum hreinu,“ Sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðvallarleikmaður Íslands, um leikinn eftir 6-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og var komið í 2-0 eftir aðeins korters leik og leikurinn í raun búinn.

„Búinn og ekki búinn. 2-0 er alltaf hættulegt og um leið og ef að þær hefðu náð að skora eitt mark þá hefði það kannski gefið þeim von. Við vissum að það væri mikilvægt að ná marki inn snemma alveg eins og við gerðum úti á móti þeim. Viss léttir að skora snemma því þá vissum við að við þyrftum bara að halda hreinu. Svo fannst mér við nýta færin vel, hefðum getað skorað fleiri en sex mörk er bara flott.“

Dagný sjálf reimaði á sig markaskó í leiknum en hún gerði tvö af mörkum Íslands í dag og fór þar með í 37 landsliðsmörk og er næst markahæst ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Um það afrek sitt og mörkin í dag sagði Dagný.

„Það er alveg gaman en ég viðurkenni að ég er ekkert í þessu endilega til að vera hugsa um eitthvað marka eitthvað. Ef ég skora eða einhver önnur, það er bara flott að við tökum sigur en ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina að ég fæ ekkert mörg færi þannig að það er vissara að nýta þau þegar maður fær að fara inn í teig.“

Sagði Dagný en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir frekar um leikinn og komandi verkefni gegn Hollandi.
Athugasemdir
banner