Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 02. september 2022 20:27
Sverrir Örn Einarsson
Dagný: Er farin að spila svo aftarlega hjá Steina
Icelandair
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta snerist aðallega um hugarfarið okkar þar sem við vissum að við yrðum betri á öllum sviðum. Við þurftum samt að framkvæma hlutina vel og þetta var bara virkilega fagmannlega gert hjá okkur og skorum sex góð mörk og höldum hreinu,“ Sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðvallarleikmaður Íslands, um leikinn eftir 6-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og var komið í 2-0 eftir aðeins korters leik og leikurinn í raun búinn.

„Búinn og ekki búinn. 2-0 er alltaf hættulegt og um leið og ef að þær hefðu náð að skora eitt mark þá hefði það kannski gefið þeim von. Við vissum að það væri mikilvægt að ná marki inn snemma alveg eins og við gerðum úti á móti þeim. Viss léttir að skora snemma því þá vissum við að við þyrftum bara að halda hreinu. Svo fannst mér við nýta færin vel, hefðum getað skorað fleiri en sex mörk er bara flott.“

Dagný sjálf reimaði á sig markaskó í leiknum en hún gerði tvö af mörkum Íslands í dag og fór þar með í 37 landsliðsmörk og er næst markahæst ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Um það afrek sitt og mörkin í dag sagði Dagný.

„Það er alveg gaman en ég viðurkenni að ég er ekkert í þessu endilega til að vera hugsa um eitthvað marka eitthvað. Ef ég skora eða einhver önnur, það er bara flott að við tökum sigur en ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina að ég fæ ekkert mörg færi þannig að það er vissara að nýta þau þegar maður fær að fara inn í teig.“

Sagði Dagný en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir frekar um leikinn og komandi verkefni gegn Hollandi.
Athugasemdir