Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fös 02. september 2022 20:27
Sverrir Örn Einarsson
Dagný: Er farin að spila svo aftarlega hjá Steina
Icelandair
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Dagný í baráttunni í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta snerist aðallega um hugarfarið okkar þar sem við vissum að við yrðum betri á öllum sviðum. Við þurftum samt að framkvæma hlutina vel og þetta var bara virkilega fagmannlega gert hjá okkur og skorum sex góð mörk og höldum hreinu,“ Sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðvallarleikmaður Íslands, um leikinn eftir 6-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland

Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og var komið í 2-0 eftir aðeins korters leik og leikurinn í raun búinn.

„Búinn og ekki búinn. 2-0 er alltaf hættulegt og um leið og ef að þær hefðu náð að skora eitt mark þá hefði það kannski gefið þeim von. Við vissum að það væri mikilvægt að ná marki inn snemma alveg eins og við gerðum úti á móti þeim. Viss léttir að skora snemma því þá vissum við að við þyrftum bara að halda hreinu. Svo fannst mér við nýta færin vel, hefðum getað skorað fleiri en sex mörk er bara flott.“

Dagný sjálf reimaði á sig markaskó í leiknum en hún gerði tvö af mörkum Íslands í dag og fór þar með í 37 landsliðsmörk og er næst markahæst ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Um það afrek sitt og mörkin í dag sagði Dagný.

„Það er alveg gaman en ég viðurkenni að ég er ekkert í þessu endilega til að vera hugsa um eitthvað marka eitthvað. Ef ég skora eða einhver önnur, það er bara flott að við tökum sigur en ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina að ég fæ ekkert mörg færi þannig að það er vissara að nýta þau þegar maður fær að fara inn í teig.“

Sagði Dagný en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir frekar um leikinn og komandi verkefni gegn Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner