Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag nýtur fulls stuðnings hjá Man Utd - „Rétti stjórinn fyrir okkur“
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Dan Ashworth, yfirmaður íþróttamála, er ánægður með Hollendinginn
Dan Ashworth, yfirmaður íþróttamála, er ánægður með Hollendinginn
Mynd: FA
Omar Berrada (t.h.) er framkvæmdastjóri United
Omar Berrada (t.h.) er framkvæmdastjóri United
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, nýtur fulls stuðnings frá stjórn félagsins en þetta kemur fram í grein Independent í dag.

Tímabilið fer ekki eins vel af stað og United-menn höfðu vonast eftir en liðið hefur tapað tveimur af þremur deildarleikjum sínum og aðeins með einn sigur.

Liðið átti þá mjög dapra frammistöðu í 3-0 tapinu gegn erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford í gær.

Ten Hag er sagður sitja í heitu sæti og gerði hann það líka í lok tímabils. Hollendingurinn bjargaði starfi sínu með því að vinna enska bikarinn, en það tók United dágóðan tíma að taka ákvörðun um það hvort hann yrði áfram eða ekki.

Ákvörðun félagsins var að halda honum og framlengdi hann í kjölfarið samning sinn, en nú er það aftur komið í umræðuna að láta hann fara.

Independent segir frá því að Ten Hag njóti fulls stuðnings frá Omar Berrada, framkvæmdastjóra félagsins, og Dan Ashworth, yfirmanni íþróttamála, en það veit yfirleitt ekki á gott þegar félög eða stjórnarmenn koma fram með stuðningsyfirlýsingar.

„Ég hóf ekki störf fyrr en 1, júlí, þannig ég átti engan þátt í því. Ég hef notið þess að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth þegar hann var spurður út í ákvörðunina hjá United að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil.

„Starf mitt er að styðja hann eftir minni bestu getu, hvort sem það kemur að framkvæmd, fá inn liðskraft, læknisfræðilegir eða sálfræðilegir hlutir eða flæðið á æfingasvæðinu og það er gert bara til að taka eins mikið og ég get af herðum hans til að hann geti einbeitt sér að því að skila Manchester United árangri,“ sagði Ashworth.

Berrada kom til United frá Manchester City í sumar og átti ekki heldur þátt í að halda Ten Hag eða framlengja samning hans, en segist mjög ánægður með að vinna með Hollendingnum.

„Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en ég og Ashworth komum til félagsins, en við erum ánægðir með þá ákvörðun.

„Erik nýtur fulls stuðnings frá okkur og höfum við unnið mjög náið saman í þessum glugga. Við ætlum að halda því áfram til að hjálpa honum að ná sem bestum úrslitum með þessu liði. Höfum við enn trú á Erik? Algerlega. Við teljum Erik vera rétta stjórann fyrir okkur og við styðjum hann heilshugar áfram,“ sagði Berrada.

Það er þó vert að greina frá því að viðtölin við Ashworth og Berrada voru tekin fyrir 3-0 tapið gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner