Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. október 2019 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingadeild UEFA: ÍA með stórsigur gegn Levadia Tallinn
Sigurður Jónsson er annar þjálfara 2. flokks ÍA.
Sigurður Jónsson er annar þjálfara 2. flokks ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 4 - 0 Levadia Tallinn
1-0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('22)
2-0 Marteinn Theodórsson ('49)
3-0 Brynjar Snær Pálsson ('70)
4-0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('86, víti)

ÍA burstaði Levadia Tallinn frá Eistlandi í Unglingadeild UEFA í leik sem fram fór á Akranesvelli.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins og eina mark fyrri hálfleiks á 22. mínútu. Markið gerði hann eftir hornspyrnu.

ÍA komst í 2-0 þegar Marteinn Theodórsson skoraði með fyrirgjöf. Brynjar Snær Pálsson skoraði beint úr hornspyrnu á 70. mínútu og fullkomnaði Sigurður Hrannar flottan leik Skagamanna með marki úr vítaspyrnu á 86. mínútu.

ÍA hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki síðastliðin tvö ár. Síðari leikur liðanna fer fram miðvikudaginn 23. október. Sigurvegarinn mætir Derby eða Minsk í næstu umferð.

Í fyrra féll KR út gegn sænska liðinu Elfsborg í 1. umferð og árið áður féll Breiðablik út gegn Legia Varsjá.


Athugasemdir
banner
banner