Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   lau 02. október 2021 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Vanda Sigurgeirsdóttir nýr formaður KSÍ (Staðfest)
Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSí en hún var kjörin í embættið á aukaþingi sambandsins sem er í gangi á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu í dag.

Vanda, sem er frá Sauðárkróki, er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og hefur starfað sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þá hefur hún allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum.

Hún lék fyrir ÍA og Breiðablik áður en hún hélt út í atvinnumennsku. Hún lék fyrir íslenska landsliðið og tók síðar við því sem þjálfari eftir tvö ár hjá Breiðabliki.

Árið 2001 varð Vanda fyrst íslenskra kvenna til að taka við karlaliði í fótbolta þegar hún var ráðin við stjórnvölinn hjá Neista frá Hofsósi.

Hún hlaut fálkaorðinu á síðasta ári fyrir framlag sitt til kvennafótboltans og í baráttu sinni gegn einelti.

Vanda var sjálfkjörin sem nýr formaður KSÍ í dag en hún var sú eina sem bauð sig fram í embættið. Mun hún starfa sem formaður fram að aðalþinginu sem fer fram í febrúar.

Þetta er sögulegur áfangi þar sem Vanda er fyrsti kvenmaðurinn í sögunni til að gegna embætti formanns knattspyrnusambands.
Athugasemdir
banner
banner