Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 02. október 2022 18:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Barátta og sótt á báða bóga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær tilfinning því okkur hefur gengið illa með ÍA og tapað síðustu tveimur leikjum gegn þeim hérna. Þeir hafa verið okkur erfiðir en við vissum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og myndu leggja allt undir og þetta var þannig leikur. Þetta var barátta og sótt á báða bóga og spjöld en mér fannst við leysa þetta vel.“
Sagði þjálfari Keflavíkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir 3-2 sigur hans manna gegn ÍA á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og fengu nokkur álitleg færi til þess að ná forystu sem fóru forgörðum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Skagamenn náðu forystu. Keflvíkingar svöruðu þó vel og voru komnir með 2-1 forystu þegar hálfleiksflautið gall.

„Ég var ánægður með að við fórum inn í hálfleik með 2-1 og mér fannst við eiga það skilið. Við vorum betri aðilinn en við vissum að það er oft næsta mark á eftir sem skilur á milli og ef við hefðum skorað það þá hefði það verið flott en í staðinn varð leikurinn jafn og þá var bara að halda áfram og bæta við. Joey skorar þá frábært mark beint úr aukaspyrnu sem var bara snilld.“

Keflavík sem stefndi á efri hlutann en náði ekki því markmiði sínu hefur þannig séð að litlu að keppa í neðri hluta deildarinnar og er ekki í neinni raunverulegri fallhættu þó tölfræðilega geti liðið enn fallið. Eru það persónuleg markmið og stolt sem drífa liðið áfram?

„Já og líka bara að bæta okkur sem lið og sýna okkur og öðrum að við erum betri en staða okkar í deildinni segir og vonandi náum við að halda því áfram. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner