Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   sun 02. október 2022 18:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Barátta og sótt á báða bóga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær tilfinning því okkur hefur gengið illa með ÍA og tapað síðustu tveimur leikjum gegn þeim hérna. Þeir hafa verið okkur erfiðir en við vissum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og myndu leggja allt undir og þetta var þannig leikur. Þetta var barátta og sótt á báða bóga og spjöld en mér fannst við leysa þetta vel.“
Sagði þjálfari Keflavíkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir 3-2 sigur hans manna gegn ÍA á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og fengu nokkur álitleg færi til þess að ná forystu sem fóru forgörðum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Skagamenn náðu forystu. Keflvíkingar svöruðu þó vel og voru komnir með 2-1 forystu þegar hálfleiksflautið gall.

„Ég var ánægður með að við fórum inn í hálfleik með 2-1 og mér fannst við eiga það skilið. Við vorum betri aðilinn en við vissum að það er oft næsta mark á eftir sem skilur á milli og ef við hefðum skorað það þá hefði það verið flott en í staðinn varð leikurinn jafn og þá var bara að halda áfram og bæta við. Joey skorar þá frábært mark beint úr aukaspyrnu sem var bara snilld.“

Keflavík sem stefndi á efri hlutann en náði ekki því markmiði sínu hefur þannig séð að litlu að keppa í neðri hluta deildarinnar og er ekki í neinni raunverulegri fallhættu þó tölfræðilega geti liðið enn fallið. Eru það persónuleg markmið og stolt sem drífa liðið áfram?

„Já og líka bara að bæta okkur sem lið og sýna okkur og öðrum að við erum betri en staða okkar í deildinni segir og vonandi náum við að halda því áfram. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner