Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njarðvík fær spænskan markvörð (Staðfest)
Lengjudeildin
Walid Birrou hér til vinstri.
Walid Birrou hér til vinstri.
Mynd: Njarðvík
Njarðvík hefur samið við spænska markvörðinn Walid Birrou fyrir næsta tímabil í Lengjudeildinni.

Walid er 27 ára gamall spænskur markmaður sem kom til Íslands í maí.

Í sumar spilaði hann 12 leiki með RB í 4 deildinni áður en hann færði sig yfir til Þróttar Vogum þar sem hann spilaði einn leik í Lengjudeild karla.

Áður hefur Walid leikið á Spáni, Marokkó og Bandaríkjunum.

„Ásamt því að vera hluti af markmannahóp meistaraflokks mun Walid einnig koma til með að koma að markmannsþjálfun hjá félaginu," segir í tilkynningu Njarðvíkur.

„Við bjóðum Walid velkominn til Njarðvíkur."

Robert Blakala varði mark Njarðvíkur í 2. deild í sumar og er hann með áframhaldandi samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner