Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 02. nóvember 2024 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Wolves og Crystal Palace: Sarabia á að bjarga starfi O'Neil - Glasner þvingaður í breytingar
Sarabia fær kallið.
Sarabia fær kallið.
Mynd: EPA
Nketiah byrjar hjá Palace.
Nketiah byrjar hjá Palace.
Mynd: Crystal Palace
Klukkan 17:30 hefst lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni þegar Wolves tekur á móti Crystal Palace. Liðin eru, þegar þetta er skrifað (Ipswich yfir gegn Leicester) í 18. og 19. sæti deildarinnar, Palace með fjórum stigum meira en Wolves.

Gary O'Neil, stjóri Wolves, er undir mikilli pressu og þarf að ná í úrslit í næstu tveimur leikjum. Hann gerir eina breytingu á sínu liði. Pablo Sarabia kemur inn í liðið fyrir Mario Lemina sem fer á bekkinn.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Sarabia á tímabilinu.

Oliver Glasner, stjóri Palace, þarf að gera þrjár breytingar frá sigrinum gegn Tottenham um síðustu helgi.

Eberechi Eze meiddist gegn Aston Villa í miðri viku, sömu sögu er að segja af Adam Wharton og Jefferson Lerma meiddist gegn Spurs. Inn í liðið koma þeir Will Hughes, Eddie Nketiah og Daichi Kamada.

Byrjunarlið Wolves: Sa; Semedu, Bueno, Dawson, Toti, Ait-Nouri; Gomes, Doyle; Sarabia, Cunha, Strand Larsen.

(Varamenn: Bentley, Doherty, Lemina, Andre, R. Gomes, Forbs, Bellegarde, Guedes, Pond)

Byrjunarlið Palace: Henderson; Munoz, Chalobah, Lacroix, Guehi, Mitchell; Kamada, Sarr, Hughes; Mateta, Nketiah.

(Varamenn: Turner, Matthews, Schlupp, Clyne, Doucoure, JUmeh, Devenny, Kporha, Agbinone)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner