Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 02. nóvember 2024 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Funheitur Isak skoraði sigurmarkið gegn Arsenal
Isak fagnar marki sínu í dag. Skoraði í þriðja leiknum í röð.
Isak fagnar marki sínu í dag. Skoraði í þriðja leiknum í röð.
Mynd: EPA
Sterkur sigur fyrir Eddie Howe og hans lærisveina.
Sterkur sigur fyrir Eddie Howe og hans lærisveina.
Mynd: EPA
Newcastle 1 - 0 Arsenal
1-0 Alexander Isak ('12 )

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið og lauk honum með heimasigri Newcastle gegn Arsenal.

Eina mark leiksins kom strax á tólftu mínútu þegar Anthony Gordon átti frábæra fyrirgjöf inn á vítateig Arsenal sem Svíinn Alexander Isak skallaði í netið.

Arsenal var meira með boltann í leiknum en tókst lítið að skapa afgerandi færi. Gestirnir áttu einungis eina tilraun, sú kom frá Mikel Merino í fyrri hálfleik. Declan Rice fékk mjög gott færi í uppbótartíma seinni hálfleiks en skallaði fyrirgjöf Bukayo Saka framhjá.

Titilbaráttan í uppnámi?
Sigur Newcastle var sá fyrsti í deildinni í rúmlega einn og hálfan mánuð. Liðið fer upp um fjögur sæti með sigrinum, upp í 8. sætið sem stendur.

Arsenal er áfram í 3. sæti en getur misst fjögur lið upp fyrir sig um helgina. Þetta var þriðji leikur Arsenal í röð í deildinni sem liðinu mistekst að vinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner