
Trent Alexander-Arnold leikmaður Liverpool og enska landsliðsins þvertekur fyrir það að hann sé að reyna fá landa sinn Jude Bellingham til að koma til Liverpool.
Þeir eru saman á HM en enska landsliðið fékk frí og Trent birti mynd af sér með Bellingham þar sem þeir voru að skoða sig um í Katar.
Margir stuðningsmenn Liverpool urðu spenntir og voru farnir að kalla Trent umboðsmann.
„Ég var nú bara úti með félaga mínum, er það ekki? Við forum nokkrir út, við fengum frídag svo við áttum fínan dag," sagði Trent.
Stroll in the City with Bro @BellinghamJude 🌃💫 pic.twitter.com/06Tvkrjcdw
— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) November 30, 2022
Athugasemdir