Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. desember 2023 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Árna: Veit ekki hvar þetta stendur þeirra á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
TuttoSvenskan fullyrti í dag að munnlegt samkomulag væri í höfn milli Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings, og sænska félagsins Norrköping.

Þar kom fram að Arnar vildi fá að taka með sér sitt starfsfólk inn í teymið en samkomulag um slíkt væri ekki í höfn. Það gæti þýtt að hann myndi vilja fá að velja sinn aðstoðarmann, sinn markmannsþjálfara, styrktarþjálfara og svo framvegis.

Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason í dag. Kári er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi. Er komið samkomulag á milli Víkings og Norrköping?

„Þeir höfðu samband við okkur til að fá að hafa samband við Arnar. Það var gefið leyfi á það, en þeir voru fullkomlega meðvitaðir um það að Arnar færi ekkert bara frá Víkingi. Þeir þurfa að eiga samtal við okkur og það hefur ekkert komið. Ég veit ekki hvar þetta stendur þeirra á milli," sagði Kári.

Veistu hvort að Arnar vilji taka einhvern með sér úr þjálfarateyminu í Víkingi?

„Ég þekki það ekki. Þið verðið að spyrja Arnar að því. Í svona greinum eru oft einhverjar vangaveltur," sagði Kári.

Ekki náðist í Arnar sjálfan við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner