Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 02. desember 2024 09:09
Elvar Geir Magnússon
„Pottþétt eitthvað vesen í gangi bak við tjöldin“
Gary Neville telur að það sé klárlega eitthvað í gangi í klefanum hjá Manchester City og undrar sig á því að Kevin De Bruyne hafi ekki verið í byrjunarliðinu í 2-0 tapinu gegn Liverpool í gær.

Liverpool er nú komið ellefu stigum á undan ríkjandi meisturum. De Bruyne hefur verið notaður sparlega en hann hefur mikið verið á meiðslalistanum. En City þurfti að ná í úrslit gegn Liverpool í gær og Neville skilur ekki af hverju Belginn var geymdur á bekknum.

„Málið með De Bruyne er skrítið. Af hverju var líklega besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðasta áratug ekki til staðar? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hann er leiðtogi, alltaf með sjálfstraust og gæði. Það er klárlega eitthvað í gangi í klefanum," segir Neville.

„Það er pottþétt eitthvað vesen í gangi en Guardiola er með stjórnina, er búinn að framlengja samning sinn og hann er líklega að bíða eftir janúar og sumarglugganum. Hann hefur smíðað tvö framúrskarandi fótboltalið hjá City og nú þarf hann að smíða það þriðja."

Slæmt gengi City hefur gert það að verkum að liðið hefur dottið niður í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Nottingham Forest á Etihad á miðvikudag og ferðast svo á Selhurst Park og mætir Crystal Palace á laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner