Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. janúar 2020 14:08
Elvar Geir Magnússon
Laporte farinn að æfa og nálgast endurkomu
Laporte hefur verið sárt saknað.
Laporte hefur verið sárt saknað.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að miðvörðurinn Aymeric Laporte hefði tekið þátt í æfingum með liðsfélögum sínum í þessari viku.

Laporte er lykilmaður hjá City og hefur hans verið sárt saknað þá fjóra mánuði sem hann hefur misst út vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í ágúst.

Hann er mættur aftur út á æfingasvæðið en það er þó enn nokkuð í að hann snúi aftur á keppnisvöllinn.

„Hann var með í tíu mínútur í gær og í tíu mínútur í dag," segir Guardiola. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann snýr aftur en góðu fréttirnar eru þær að hann er á réttri leið. Það hafa ekki komið nein bakslög."

Manchester City leikur gegn D-deildarliðinu Port Vale í bikarnum á morgun. Markvörðurinn Ederson er klár í slaginn en miðvörðurinn Nicolas Otamendi getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner