Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. janúar 2023 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenskur áhugi á Köhler sem vill spila í B-deild í Skandinavíu
Lengjudeildin
Köhler í baráttunni við Kristin Frey Sigurðsson í sumar.
Köhler í baráttunni við Kristin Frey Sigurðsson í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Christian Köhler, fyrrum leikmaður Vals og ÍA, er í leit að nýju félagi. ÍA tilkynnti eftir tímabilið 2022, þar sem liðið féll úr Bestu deildinni, að það hefði rift samningi sínum við þrjá erlenda leikmenn félagsins og var Köhler þar á meðal.

Hann er 26 ára danskur miðjumaður sem km til Íslands fyrir tímabilið 2021 til að spila með Val. Hann ræddi við danska miðilinn bold í dag.

„Ég er ennþá ótrúlega hungraður og mér finnst ég vera á góðum stað. Ég er á hátindi ferilsins þegar horft er í aldurinn og vonandi get ég fundið eitthvað á eins háu getustigi og hægt er. Ég veit ekki hvort það verður Danmörk, Svíþjóð eða Noregur en ég er opinn fyrir mörgu. Ég hef reynslu úr 1. deildinni í Danmörku og Svíþjóð. Ég er að horfa á þær deildir," segir Köhler.

„Ég er að leitast eftir því að komast til félags sem er í næst efstu deild í Danmörku, Svíþjóð eða Noregur, mér finnst ég eiga heima þar," segir Köhler sem segist hafa rætt við félög í Danmörku, Svíþjóð sem og á Íslandi.

„Það væri mögulega gott fyrir mig að koma aftur til Skandinavíu og koma ferlinum á flug. Tími minn á Íslandi hefur gefur mér mikið, bæði persónulega og fótboltalega. Ég hef verið fjarri fjölskykldu og vinum og lært á nýjan kúltúr. Ég hef þróast mikið," sagði Köhler.
Athugasemdir
banner
banner
banner