Chelsea er sterklega orðað við Enzo Fernandez, 21 árs miðjumann Benfica og argentínska landsliðsins. Enzo kom vel inn í lið Argentínu á HM og hefur verið orðaður við nokkur stór félög undanfarinn mánuð.
Í portúgölskum fjölmiðlum segir að Chelsea hafi boðið 112 milljónir punda í miðjumanninn, sem er meira en þær 106 milljónir punda sem er riftunarákvæði leikmannsins. Chelsea er sagt ætla að borga Enzo í þremur 37,3 milljón punda greiðslum á næstu þremur árum.
Í portúgölskum fjölmiðlum segir að Chelsea hafi boðið 112 milljónir punda í miðjumanninn, sem er meira en þær 106 milljónir punda sem er riftunarákvæði leikmannsins. Chelsea er sagt ætla að borga Enzo í þremur 37,3 milljón punda greiðslum á næstu þremur árum.
Gary Neville las um tilboð Chelsea og fór í kjölfarið á Twitter. Þar skrifar hann:
„Er Chelsea að borga 127 milljónir evra fyrir Enzo Fernandez? Það er helvítis upphæð. Mjög góður leikmaður en það er djöfulli mikið!"
Fylgjendur Neville hafa skotið til baka og minna Neville á að United borgaði 85 milljónir punda fyrir Antony á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og kaupin á Paul Pogba sumarið 2016.
Are Chelsea paying €127m for Enzo Fernandez? That’s one hell of a price. A very good player but bloody hell!
— Gary Neville (@GNev2) January 3, 2023
Athugasemdir