Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. janúar 2023 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan fær Þorberg frá HK (Staðfest)
Þorbergur.
Þorbergur.
Mynd: Stjarnan
Þorbergur Þór Steinarsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá HK. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins rétt í þessu.

„Stjarnan og HK hafa náð samkomulagi um félagsskipti Þorbergs sem er genginn til liðs við Stjörnuna," segir í tilkynningunni.

Þorbergur er 22 ára kantmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki en fór í Augnablik árið 2019 þar sem hann þreytti frumraun sína í meistaraflokki. Hjá Augnabliki var hann þar til í fyrra þegar hann gekk í raðir HK.

Hann kom við sögu í sjö deildarleikjum hjá HK sem vann sér inn sæti í Bestu deildinni. Hjá Stjörnuna hittir hann fyrir Jökul Elísabetarson sem þjálfaði hann hjá Augnabliki.

„Það gleður okkur að bæta Þorbergi við okkar hóp. Hans persónuleiki er léttur og fellur mjög vel inn hjá okkur. Hann er gríðarlega spennandi leikmaður sem við hlökkum mikið til að sjá á vellinum í Stjörnubúningnum!“ sagði Jökull, sem er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, um liðsstyrkinn.

Komnir
Andri Adolphsson frá Val
Guðmundur Kristjánsson frá FH
Heiðar Ægisson frá Val
Joey Gibbs frá Keflavík
Þorbergur Þór Steinarsson frá HK

Farnir
Einar Karl Ingvarsson í Grindavík
Elís Rafn Björnsson í Fylki
Ólafur Karl Finsen
Óskar Örn Hauksson í Grindavík
Athugasemdir
banner
banner