Senegal 3 - 1 Sudan
0-1 Aamir Abdallah ('6 )
1-1 Pape Gueye ('29 )
2-1 Pape Gueye ('45+3)
3-1 Ibrahim Mbaye ('77 )
0-1 Aamir Abdallah ('6 )
1-1 Pape Gueye ('29 )
2-1 Pape Gueye ('45+3)
3-1 Ibrahim Mbaye ('77 )
Senegal spilaði við Súdan í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag og tók Súdan óvænt forystu snemma leiks með afar laglegu skoti við vítateigslínuna.
Súdan komst óvænt upp úr riðli sínum í riðlakeppninni þökk sé sigri gegn Gabon, þar sem leikmaður Gabon skoraði eina mark leiksins í sitt eigið net.
Súdan komst því upp úr riðli án þess að skora mark, en fyrsta mark frá leikmanni þjóðarinnar kom á sjöttu mínútu gegn Senegal.
Senegal var talsvert sterkari aðilinn og var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil. Sadio Mané gaf sendingu á Pape Gueye, leikmann Villarreal, sem skoraði með góðu skoti utan teigs til að jafna metin.
Gueye skoraði svo aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks með góðu skoti eftir einfalda sendingu frá Nicolas Jackson.
Síðari hálfleikurinn var jafnari en sá fyrri og afar tíðindalítill. Það var lítið um færi en Ibrahim Mbaye, ungstirni PSG, kom boltanum í netið á 77. mínútu til að innsigla sigur Senegala, eftir stungusendingu frá Sadio Mané. Lokatölur 3-1.
Senegal mætir annað hvort Malí eða Túnis í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir


