Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   lau 03. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin í dag - Skyldusigur í 16-liða úrslitum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
16-liða úrslit Afríkukeppninnar hefjast í dag þegar fótboltaþjóð Senegal tekur á móti Súdan.

Súdan komst óvænt upp úr riðli eftir óvæntan sigur gegn Gabon, þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Súdan komst þar með í útsláttarkeppnina án þess að skora mark.

Senegal er með sterka leikmenn á borð við Pape Matar Sarr, Idrissa Gana Gueye, Ismaila Sarr, Nicolas Jackson, Sadio Mané, Kalidou Koulibaly og Iliman Ndiaye innanborðs. Til samanburðar er einn frægasti leikmaður súdanska landsliðshópsins Abuaagla Abdallah Muhamed Ahmed, varnarmaður Al-Ahly SCSC í Líbíu.

Liðin eigast við klukkan 16:00 og eftir að leiknum lýkur eigast Malí og Túnis við í spennandi slag.

Yves Bissouma, leikmaður Tottenham, er fyrirliði Malí en í hópnum má einnig finna Amadou Haidara leikmann RB Leipzig og El Bilal Touré sem leikur fyrir Besiktas á lánssamningi frá Atalanta.

Ferjani Sassi fyrirliði Túnis er liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Al-Gharafa, en annars eru menn á borð við Hannibal Mejbri (Burnley), Ellyes Skhiri (Eintracht Frankfurt) og Ali Abdi (OGC Nice) einnig í hópnum, ásamt Elias Saad og Ismaël Gharbi (Augsburg).

Leikir dagsins
16:00 Senegal - Súdan
19:00 Malí - Túnis
Athugasemdir
banner
banner
banner