Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 03. janúar 2026 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fyrsti sigur Wolves kominn - Brighton með góðan sigur
Mynd: EPA
Wolves gerði sér lítið fyrir og vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik gegn West Ham. Hinn 18 ára gamli Mateus Mane átti frábæran leik í fyrri hálfleik en hann átti sinn þátt í öllum þremur mörkum liðsins.

Hwang Hee-Chan skoraði eitt, úr vítaspyrnu sem Mane fiskaði, og lagði upp á Jhon Arias sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið.

Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en úrslitin voru ráðin í hálfleik.

Wolves er með sex stig á botninum, liðið er sex stigum á eftir Burnley sem er í 19. sæti eftir tap gegn Brighton í dag. Georginio Rutter kom Brighton yfir og Yasin Ayari innsiglaði sigurinn snemma í seinni hálfleik.

Wolves 3 - 0 West Ham
1-0 Jhon Arias ('4 )
2-0 Hee-Chan Hwang ('31 , víti)
3-0 Mateus Mane ('41 )

Brighton 2 - 0 Burnley
1-0 Georginio Rutter ('29 )
2-0 Yasin Ayari ('47 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner