Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagn McGinn vakti athygli - „Smá grín í klefanum"
Mynd: EPA
John McGinn skoraði tvennu þegar Aston Villa vann Nottingham Forest 3-1 í úrvalsdeildinni í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tvennu í deildinni.

„Þetta var mikilvægt. Það voru slæm úrslit um daginn, við vildum bæta upp fyrir það, kannski er þetta byrjunin á annarri 11 leikja sigurhrinu, við vitum það ekki," sagði McGinn.

Fagnið hans eftir fyrra markið vakti athygli en hann hneigði sig og kreppti báða hnefana.

„Þetta er smá grín í klefanum. Ég veit ekki hversu mikið ég get sagt um það. Það er ástæða á bakvið það og það snerist um stjórann talandi um að við værum að taka eitt skref í einu. Hann vildi að ég væri áræðinn og færi meira inn í teiginn og sem betur fer gerði ég það," sagði McGinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner